Tuesday, May 24, 2011

Rósroði

Rosacea (rósroði) er langvinnur sjúkdómur sem yfirleitt fer fyrst að láta á sér kræla upp úr þrítugu. Sjúkdómurinn lýsir sér með roða, bólum, graftrarbólum æðaslitum og stundum þrota í andliti. Það eru ekki til greinargróðar upplýsingar um algengi sjúkdómsins. Það vill þó þannig til að sænskur kunningi minn, Mats Berg ásamt Sture Lidén prófessor hefur gert þá rannsókna sem oftast er vitnað til að því er varðar nýegngi. Í rannsókn þeira félaga kom í ljós að algengi rósroða í Svíþjóð var 14% hjá konum og 5% hjá körlum. Þrát fyrir að sjúkdómurinn sé algengari hjá konum eru erfiðustu tilvikin oftast hjá körlum. Það er talið að það stafi af því að karlar leiti sér seinna hjálpar en konur og þá er erfiðara að eiga við sjúkdóminn. Rósroði er algengari hjá þeim sem hafa ljósa húð, frekar en dökka og sjúkdómurinn kemur oftar fram hjá þeim sem strax í æsku roðna auðveldlega.

Það er ekki hægt að lækna rósroða en mikið hægt að gera til að hægja á sjúkdómnum og draga úr einkennum. Með tilkomu lasertækninnar er hugsanlegt að í sumu tilvikum sé hægt að lækna sjúkdóminn varanlega, eða leggja hann í dvala í nokkur ár.

En aftur um einkenni rósroða, en þau eru:

Roði
Aðal einkenni sjúkdómsins er roði í andliti. Roðinn líkist oft sólbruna og stafar auknu blóðflæði í gegnum æðarnar í andlitshúðinni svo og að andlitsæðaranr víkka út. Í fyrstu er þessi roði tímabundinn, en þegar frá líður verður roðinn varanlegri og meira bláleitur. Margir kvarta um bruna- eða sviðatilfinninu og stundum er þroti í húðinni. Hjá sumum sjúklingum er húðin mjög þurr.

Bólur og graftrarbólur
Þegar rósroðinn kemst á hærra stig myndat oft smábólur. Stundum minna slíkar bólur á bólur þær sem sjást hjá unglingum. Í sumum tilvikum myndast graftrarbólur. Í kringum bólur má oft sjá töluverða bólgu. Til aðgreiningar frá unglingabólum sjást ekki fílapennslar.

Æðaslit
Æðaslitin eru oft ríkur þáttur í sjúkdómsmyndinni. Það er talið að æðaslitin myndist eftir endurtekin roðaköst og um getur verið að ræða örsmár æðar upp í mjö stórar æðar. Í mörgum tilvikum aukast æðaslitin eftir því sem sjúkdómurinn hefur staðið lengur.

Ekki er þekkt hvað veldur rósroða. Helicobacter pylori, sem er bakterían sem veldur magasári hefur stndum verið tengd rósroða, en rannsóknir að því er það varðar hafa verið mjög misvísandi. Húðmaurinn Demodex folliculorum, sem er hluti af eðlilegri flóru húðarinnar hefur einni verið tengdur rósroða, en einnig þar hafa rannsóknir evrið misvísandi. Sum lyf sem hafa áhrif á þennan maur, eins og metronidazol hafa gagnast vel við meðferð á rósroða.

Einkenni sjúkdómsins ganga venjulega í köstum og stundum versna einkennin eftir hver kast. Það er því mikilvægt að hefja meðferð snemma til þess að stemma stigu við frekari þróun sjúkdómsins. Meðferðin er fjölþætt og beinist að bæði æða og bólguþættinum. Fyrsta meðferð er yfirleitt sýklalyf til inntöku. Mest eru notuð lyf úr tetracyklinflokknum, tetracyklin, minocyklin (Minocin) eða doxycyklin (doxytab, doryx). Erythromycin (Abboticin, Ery-max)er einnig mikið notað. Önnur lyf seme ru notuð eru metronidazol (Flagyl) og ampicillin. Meðferðin er yfirleitt nokkuð löng, oft svo mánuðum skiptir.Oft eru einnig notuð útvortis sýklalyf, samhliða eða ein sér. Algengasta útvortis lyfið er metronidazol. Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að azelaicsýra (Skinoren) sem er lyf sem er notað gegn unglingabólum virðist hafa gó árif á rósroða.

Lasermeðferð
Þó orsakir rósroða seú ekki þekktar að fullu eru flestir sammála um að æðaþátturinn er mjög mikilvægur í meingerð sjúkdómsins. Til skamms var ekki hægt að hafa áhrif á þann þátt, en með tilkomu lasertækninnar hafa opnast möguleikar á því. Lasermeðferðin byggir á að eyða æðaslitum og skemmdum æðum úr húðinni og það virðist að á þann hátt sé hægt að draga úr sjúkdómseinkennum og í sumum tilvikum að einkenni gangi tilbaka að mestu. Reynslan af slíkri meðerð er ekki nægilega löng til þessa að segja fyrir um hversu varanleg slík meðferð er, en þó má fullyrða að hér er um mjög merka nýjung að ræða. Hérlendis bjóða nokkrir húðlæknar upp á slíka meðerð. Hér á síðunni mun bráðlega birtast samantekt um lasermeðferð gegn húðsjúkdómum eftir Jón Þránd Steinsson húðlækni.

Ýmsir þættir geta haft áhrif á rósroða og það er mikilvægt fyrir þá sem þjást af þessum sjúkdómi að þekka þá þætti.




























Þáttur

Hlutfall rósroðasjúkliga sem versnar
Sólin61
Stress60
Heitt veður53
Áfengi45
Kryddaður matur43
Áreynsla39
Heit böð37
Kallt veður36
Heitir drykkir36
Mikill loftraki27
Snyrtivörur24
Ávextir8
Lyf7

Keratosis pilaris

Rétt er það og mun nú verða gerð tilraun til að bæta úr því.

Keratosis pilaris (KP) er fyrirbæri þar sem hársekkirnir teppast af dauðum húð- og hárfrumum frá efstu lögum húðarinnar. Hársekkirnir roðna og bógna upp og þá myndast líkt og smábólur. Algengustu staðsetningar slíkra einkenna eru á upphandleggjum, lærum, rasskinnum, en KP getur einnig sést í andliti og baki. KP er algjörlega skaðlaus kvilli, en getur stundum pirrað fólk útlitslega.



Keratosis pilaris

hjá unglingsstúlku

KP er erfðakvilli og getur borsit frá öðru eða báðum foreldrum. Einkennin eru algengust hjá unglingum og þeir sem hafa exem eða mjög þurra húð hafa yfirleitt meiri einkenni. KP stafar af offramleiðslu af húðfrumum sem framleiða hornefni (keratin). Keratin er mjög mikilvægt efni í húðinni.  Þessi kvilli er algengari hjá unglingum og batnar oft þegar komið er af unglingsárum. Einkenni eru oftast verri yfir vetrartímann.
Einkennin felast í litlum þurrum bólum, gjarnan á upphandleggjum og lærum. Ef bólurnar eru fjarlægðar koma þær aftur. Ekki eru til nein sérstök próf til að greina sjúkdóminn, en oftast getur húðlæknirninn greint sjúkdóminn með skoðun einni saman. Í undantekningartilviku getur reynst nauðsynlegt að taka vefjasýni.
Ekki er hægt aðlækna þennan sjúkdóm í orðsins fyllstu merkingu, en hægt er að draga úr einkennum. Hjálplegt er að nudda húðina með mjúkum bursta, t.d. í baði. Krem sem innihalda salicylsýru eða urea hjálpa til við að leysa upp tappana og sama gildir um ávaxatasýrukrem. Í slæmum tilvikum er einstaka sinnum gefið lyfið isotretinoin (Roaccutan, Decutan) í töfluformi, en skylt lyf útvortis tretinoin (Retin-A) er einnig mikið notað.
Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir

Pillan og bólur

Á sínum tíma fór ég í meðferð vegna slæmrar húðar og var m.a. á Roaccutan. Á sama tíma byrjaði ég á getnaðarvarnarpillunni Gynera þar sem hormónasamsetningin hentaði vel með tilliti til minna húðvandamála. Nú er þannig mál með vexti að ég er búsett í Noregi tímabundið og þeir eru ekki með Gynera á sínum snærum. Í staðinn fékk ég Triquilar en eftir því sem ég hef lesið mig til þá eru ekki sömu hormón í þessum tegundum. Getur það haft slæm áhrif á húðina ef ég skipti yfir í þessa tegund? Með fyrirfram þökk og takk fyrir fræðandi vef.

Því miður höfum við ekki treyst okkur af ýmsum ástæðum til að svara fyrirspurnum um einstök sjúkdómatilvik og mun ég því fjalla almennt umbólur (acne) og getnaðarvarnarpilluna.
Mig langar að nota tækifærið og minnast á algengan misskilning um að bólur séu eingöngu sjúkdómur unglinganna. Rannsókn sem birtist í októberhefti tímarits bandaríska húðlæknafélagsins (JAAD) sýndi að af 749 fullorðnum einstaklingum á milli 25 og 58 ára,  voru 54% kvenna og  40% karla sem þjáðust af bólum í einhverjum mæli.  Karlhormónin (androgen), sem allir hafa, bæði karlar og konur (konur hafa minna) örva í flestum tilvikum fitukirtlana til að framleiða fitu. Hjá fólki með bólutilhneigingu sést oft að húðin er mjög feit og oft má einnig sjá fílapensla, sem eru tepptir fitukirtlar. Síðan kemur til sögunnar  baktería sem er á húð okkar flestra (p acnes) sem nær að fjölga sér mjög við þessar aðstæður. Sumir einstaklingar virðast einnig hafa eins hvers konar óþol gegn þessari bakteríu sem leiður þá til mikillar bólgu og  stundum kýlamyndunar í húðinni.
Það er rétt að “pillan” getur haft jákvæð áhrif á bólur. Flestar pillur sem eru á markaði eru samsettar af blöndu af kvenhormónum sem kallast estrogen og progestin. Þessi blanda hefur yfirleitt jákvæð áhrif á bólur. Ekki eru allar pillur eins áhrifaríkar að þessu leiti og til eru pillur sem eru með efnum sem vinna sérstaklega gegn karlkynshormónum og hafa því yfirleitt bestu áhrifin á bólur. Slíkar pillur kunna í sumum tilvikum að valda frekar aukaverkunum. Eldri tegundir af pillum, s.k. háskammtapillur geta valdið versnum á bólum.  Einnig getur s.k. mini-pilla sem eingöngu inniheldur progestin, valdið versnum á bólum.
Að lokum. Flestar getnaðarvarnarpillur hafa jákvæð áhrif á bólur, en þar er munur eftir hormónasamsetningu. Til eru pillur sem eru sérstaklega hannaðar til að vinna gegn bólum. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir

Erythema multiforme


Mig langar að vita hvort ég geti fundið eitthvað á íslensku um sjúkdóminn Erythema Multiforme ?
Getur maður verið mjög viðkvæmur fyrir lyfjum í framhaldi af því að hafa fengið EM? Geta lyf t.d. haft áhrif á slímhúðina í líkamanum án þess að um eiginleg útbrot á húð sé að ræða, t.d. slímhúð í augum, maga og kynfærum (endaþarmi)? Getur EM valdi skaða á taugum eða taugaendum og þar með valdið verkjum af lyfjum?

Erythema multiforme er sjúkdómur sem stendur yfirleitt stutt, nema að fylgikvillar komi fram. Þessi sjúkdómur stafar af eins konar ofnæmissvörun líkamans gegn utanaðkomandi þætti. Útbrotin eru oftast dæmigerð og geta líkst “skotskífum” en einnig geta komið fram blöðrur. Sjúkdómnum er oft skipt í tvö form, erythema multiforme minor (sem stundum er bara kallað erythema multiforme) og erythema multiforme major, sem oftast er kallað  Stevens-Johnson syndrome. Við minor formið má sjá skellur á handleggjum, höndum, hnjám og fótum. Oft líkjast þessi útbrot skotskífum. Í miðjunni myndast stundum blöðrur. Flestir ná sér fullkomlega á nokkrum dögum uppp í 2-3 vikur.


Stevens-Johnson syndrome (major formið) er mun alvarlegra, en einnig sjaldgfara. Flestir þessara sjúklinga eru mjög veikir og oft með háan hita og meðhöndlun fer alltaf fram á sjúkrahúsi. Blöður eða sár eru mun útbreiddari og oft þannig að veruleg hæta er á sýkingum, líkt og eftir útbreiddan bruna. Blöðrur og sár geta myndast í munni, kynfærum og augun. Í augum get bólgan leitt til örmyndaunar og jafnvel blindu. Sjúkdómur sem nefnist “Toxic epidermal necrolysis (TEN) “ er stundum flokkaður með erythema multiforme. Orsakir eru svipaðar, en hér losnar húðin nánast alveg frá udnirhúðinni. TEN er mjög sjaldgæfur sjúkdómur og stafar oftast af lyfjum.

Ekki tekst alltaf að finna orsakir erythema multiforme. En eftirfarandi orsakir eru algengastar: Veirusýking (oftast herpes simplex)), aðrar sýkingar (oftast streptokokkar eða mycoplasma),Lyf og ýmsir sjúkdómar

Meðferðin er einstaklingsbundin og fer eftir einkennum. Mikilvægt er að greina og meðhöndla undirliggjandi sjúkdóm og ef um lyf er að ræða þarf að hætta töku þess tafarlaust. Eftirfarandi lyf eru stundum notuð: Sterakrem, steratöflur eða steragjöf í æð, cyclosporin (Sandimmun Neoral),sýklalyf, veirulyf, sárameðferð eða bakstrar og munnskol .

Flestir ná sér að fullu. Húðin getur verið mislit og örótt eftir. Sumir kvarta um breytta skynjun í búðinni hafi bólgan verið mikil. Dæmi eru þess að hársekkir skaddist og hár komi ekki aftur að fullu. Þegar veirur eru orsök sjúkdómsins getur verið þörf á fyrirbyggjandi meðferð með veirulyfjum. Ef sjúkdómurinn orsakaðist af lyfi má aldrei taka það lyf aftur.Sjá einnig.
Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir

Melasma

Melasma er sjúkdómur sem lýsir sér með brúnum skellum í andliti. Í fyrstu kvarta margir yfir því að þeim finnist þeir vera “skítugir” í framan, en þegar sjúkdómurinn gengur lengra er um meira áberandi skellur að ræða

Þessi kvilli hrjáir first og fremst konur, þó einstaka sinnum megi sjá hann hjá körlum. Algengastur er han hjá ungum konum á milli tvítugs og fertugs. Eineknni eru algengust á enni, kinnum og efri vör. Stundum byrjar þessi sjúkdómur þegar konur eru þungaðar og getur gengið yfir eftir fæðingu, þó oft sé því ekki þannig háttað. Endurteknar þunganir gera sjúkdómnum ekki gott. Einkenni koma fyrst og fremst fram yfir sumarmánuðina, en mildast mjög yfir vetrarmánuðina. Þegar sjúkdómurinn er langt genginn, þá hætta einkennin að ganga til baka yfir vetrarmánuðina.

Melasma er getur birst sem aukaverkun við pilluna og í slíkum tilvikum er erfitt að fá einkenni til að ganga til baka nema að hætta gjöf getnaðarvarnarpillunnar. Melasma getur einnig komið fram hjá konum sem ekki eru þungaðar eða á pillunni og er þá talið að um meinlaust ójafnvægi á milli hormóna sé að ræða.

Sólin, notkun ilmefna, t.d. í ilmandi sápum eða kremum hefur tilhneigingu til að gera sjúkdóminn verri. Hér er um að ræða upptöku á sólargeislunum af ilmefnunum. Einkennin eru stundum verri vi megin í andlitinu, en það stafar af því að hluti sólargeislanna kemst í gegnum rúðu og hjá þeim sem keyra mikið bíl er þetta stundum áberandi

Meðferð

Ef þig grunar að þú hafir melasma skaltu leita til húðlæknis. Meðferðin kanna að vera fólgin í einhverju af eftirfarandi. Flest þessara efna er einungis hægt að fá á lyfseðli.

Ef þú ert á pillunni er oftast nauðsynlegt að hætta pillugjöf. Það getur tekið 6-12 mánuði þar til áhrifin af því koma í ljós.
Sólvörn er mjög mikilvæg. Þú þarft að nota sólvörn sem er með sólvarnarstuðul 25 eða meira. Mikilvægt er að vörnin blokki bæði UVA og UVB geisla. Sólvörn þarf að nota alla daga, líka þá daga sem sólin ekki skín.
Forðist ertandi efni og ilmefni í andlitið.
Krem sem lýsa húðina. Mörg slík krem innihalda hýdrókínón. Slík krem þarf að minnta í minnst 6 mánuði áður en áhrif koma fram. Athugið að hluti úr degi án sólvarnar getur skemmt margra mánaða meðferð með lýsandi kremum. Berið fyrst lýsandi kremið á húðina og síðan sólvörn.
Glýkólsýra. Krem sem innihalda glýkólsýru eru oft notuð með öðrum kremum.
Tretinoin krem. Töluvert notað. Þetta krem hefur einnig jákvæð áhrif á hrukkur. Getur valdið ertingu í byrjun. Þungaðar konur eiga ekki að nota þetta krem.
Azelaicsýra. Þetta efni hemur nýmyndun litarefnis og er einnig virkt gegn bólum. Eins og með önnur krem sem virka á melasama líða oft margir mánuðir þar til að áhrif koma fram.
Endurtekin peel meðferð (með glýkólsýru eða Jessners lausn). Húðlæknirnn framkvæmir þessi peel á stofunni. Þau kunna að hafa jákvæð áhrif á hrukkur einnig.
·
Melasma fyrir og eftir peel-meðferð

Laser meðferð. Í verstu tilvikum kann húðlæknirinn að ráðleggja lasermeðferð.

Háreyðing á ljósum hárum

Fyrir rúmu ári leitaði ég til húðlæknis vegna hárvaxtar í andliti. Hann ráðlagði mér frá því að gangast undir laser háreyðingu vegna þess hve ljóshærð ég er. Ég sá síðan auglýsingu frá snyrtistofu og hafði samband þangað. Þar var mér tjáð að sú tækni sem þar er notuð réði vel við hvít hár. Nú hef ég undirgengist lasermeðferð mánaðarlega, en ekki sér enn högg á vatni. Nú er ég farin að efast um hvað sér raunverulega rétt í þessum efnum, en þori ekki að fara aftur til húðlæknisins til að fá frekari upplýsingar.

Það eru margir þættir sem segja til um hvaða árangri megi búast við af lasermeðferð gegn óæskilegum hárvexti. Þar ræður miklu húðgerðin og háraliturinn. Einnig skiptir miklu máli reynsla og þekking þess sem framkvæmir meðferðina. Í flestum tilvikum ætti ekki að framkvæma lasermeðferð hjá þeim þar sem horfur á árangri eru slæmar eða mjög slæmar, sbr. töfluna hér að neðan. Í sumum tilvikum má þó ná nokkrum árangri hjá einstaklingum með ljóst hár, en oft er sá árangur ekki nema 40% af því sem þeir ná sem hafa góðar horfur. Í slíkum tilvikum er þó þörf á mun fleiri meðferðum, oft fleiri en 10 meðferðarskiptum. Einnig skiptir máli hvaða lasertæki eru notuð og er þá stundum kostur að hafa yfir fleiri en einni tegund lasertækja að ráða og eru þá erfiðustu sjúklingarnir meðhöndlaðir með mismunandi tækjum. Sjá annars töfluna hér að neðan. Einnig bíða fleiri fyrirspurnir varðandi laserháreyðingu.