Saturday, January 10, 2009

Bæklingar um barnaexem

BARNAEXEM (ATOPISKT EXEM)


Exem er bólga í húðinni sem lýsir sér með roða, kláða, flögnun og stundum litlum vökvafylltum blöðrum. Við brátt exem er oft mikið um svona blöðrur, og ef þær rofna verður exemið vessandi.Verði exemið meira langvarandi verður húðin þykk og oft myndast í henni sprungur.

Atopiskt exem er eitt af mörgum tegundum exems. Talið er að um 10-30% allra vestrænna barna fái atopiskt exem. Oft hafa þessi börn einnig asthma og frjókorna og dýraofnæmi sem lýsir sér með nefrennsli og kláða ásamt kláða í augum.Exem, asthma og frjókornaofnæmi finnast oft í nánustu fjölskyldumeðlimum.

Hér fyrir neðan eru tenglar á 3 bæklinga þar sem fjallað er um barnaexem.

Orsök exemsins er ekki að fullu þekkt. Vitað er að ójafnvægi er í ónæmiskerfi þessara einstaklinga. Margir þeirra hafa í blóðinu sérstaka gerð ofnæmis mótefna (IgE) gegn td. frjókornum, dýrahárum, fæðutegundum, myglu, ryki og rykmaurum. Sum þessara mótefni geta haft þýðingu fyrir asthma og einkenni frá nefi og augum, en oft virðast þessi mótefni ekki valda neinum einkennum.

Smelltu hér til að lesa meira........

No comments:

Post a Comment