Wednesday, January 14, 2009

Fæða fyrir sjúklinga með Urticaria (Ofsakláða)


Urticaria er algengur sjúkdómur. Helstu orsakir eru sýkingar, lyf og ofnæmi fyrir fæðutegundum. Urticaria getur verið langvarandi. Þá eru einkenni að koma öðru hvoru jafnvel árum saman. Einkennin lýsa sér með rauðleitum upphækkuðum flekkjum í húð sem koma fram og hverfa síðan á innan við sólarhring.

Oft finnst engin orsök þessa ástands. Talið er að í sumum tilfellum geti Salicylsýra, rotvarnarefni og litarefni í mat skipt máli. Hér koma nokkrara fæðutegundir sem innihalda mjög lítið af þessum efnum. Mikilvægt er að halda sig eingöngu við þessar fæðutegundir. Lítið frávik getur eyðilagt áhrifin af margra daga matarkúr.

Þetta má borða:


Vatn, Sódavatn, mjólk, rjómi, súrmjólk, jógurt án ávaxta.
Kartöflur, hrísgrjón, hveiti, sykur, salt, ólitað spaghetti, kornflex.
Egg, smjör, smjörlíki (ekki hitaeiningasnautt), matarolía.
Keso ostur, Port Salut ostur.
Ferskt eða fryst nautakjöt, lambakjöt eða svínakjöt.
Ferskur eða frystur fiskur.
Brauð, heimabakað kaffibrauð.
Salat, tómatar, laukur, gulrætur, dill, persilka, ferskir sveppir,
Perur

Ekki skal taka inn neina tegund af lyfjum, þar með talin verkjalyf nema ræða það fyrst við lækni

Forðast skal sérstaklega:


Lituð ber, möndlur, epli, rababara, ólívur, aprikósur, döðlur, baunir, plómur.
Gosdrykki, marmelaði, kartöfluflögur, sultu, ávaxtadrykki, sósur, majones, tómatsósu.
Litað tannkrem.

1 comment: