Thursday, January 15, 2009

Litabrigðamygla (Pityriasis versicolor)

Þetta er nokkuð algengur húðsjúkdómur . Hann orsakast af ákveðinni tegund af gersvepp sem er á húðinni hjá öllu fólki. Hjá sumum virðist sem sveppurinn fari að fjölga sér undir ákveðnum kringumstæðum, og þá koma húðbreytingarnar fram. Sýkingin er algengust hjá ungu fólki. Sjúkdómurinn er algengari í röku heitu loftslagi. Þetta er tiltölulega góðkynja sveppategund sem eingöngu finnst á húðinni. Sennilega á þessi sveppur þátt í myndun flösu og flösuexems.


Einkenni


Oftast eru flekkir á húðinni sem stundum valda vægri ertingu. Stundum eru þeir hvítir, og er þetta vegna þess að sveppurinn hefur áhrif á litarfrumur í húðinni. Liturinn verður yfirleitt eðlilegur nokkrum mánuðum eftir árangursríka meðferð. Blettirnir geta líka verið brúnir og rauðbrúnir. Oftast sitja breytingarnar á bolnum.
Þar sem þessi sveppategund er hluti af eðlilegri flóru húðarinnar koma húðbreytingarnar oft aftur eftir meðferð. Stundum er þá húðin meðhöndluð fyrirbyggjandi 1-2svar í viku.

Meðferð er margskonar.


  • Hægt er nota Fungoral sápu 3 daga í röð. Þá er sápan borin á allan bolinn og höfð á í 5 mínútur áður en hún er skoluð burt.
  • Hægt er að nota Fungoral krem 2svar á dag í td. 2 vikur.
  • Nota má Selsun sjampó annað hvert kvöld í 2 vikur. Þá er sápan borin á að kveldi og þvegin af að morgni.
  • Nota má 50 % Propylen Glykol lausn 2svar á dag í 2 vikur, og síðan einu sinni í viku.
  • Pevaryl úðaáburður 2svar á dag í 2 vikur. Síðan einu sinni á dag á 2ja vikna fresti til að forðast að sýkingin komi aftur.
  • Sveppalyf til inntöku. Td Sporanox 100 mg 1hylki 2svar á dag í vikutíma . Til að hindra að sýkingin taki sig upp á ný er hægt að gefa 2 hylki 2svar á dag, 1 dag í hverjum mánuði í 6-12 mánuði. Annað lyf til inntöku er Diflucan 300 mg í einum skammti 2svar sinnum með viku millibili.




No comments:

Post a Comment