Tuesday, January 27, 2009

Nikkelofnæmi og fæðan

Ýmislegt bendir til að nikkel í fæðu geti haft þýðingu fyrir þá einstaklinga sem hafa snertiofnæmi fyrir nikkel. Margir telja að sé mikið nikkel í fæðunni sem neytt er geti handarexem versnað, sérstaklega sú tegund þar sem klæjandi vökvafylltar blöðrum eru í húðinni. Þeir sem hafa slæmt exem og hafa nikkelofnæmi geta reynt að forðast vissar fæðutegundir í 1-3 mánuði og kannað hvort exemið minnkar.

Nánari upplýsingar má finna hér....


Fyrir þá sem virkilega vilja kafa djúpt í þessi mál má finna afrit af all ítarlegum bækling um nikkel í fæðu. Bæklingurinn er á dönsku.

No comments:

Post a Comment