Monday, January 26, 2009

Snyrtivöruofnæmi

Allflestir íslendingar nota snyrtivörur. Til þessara vara teljast sápur, tannkrem, ýmis húðkrem, svitalyktareyðar, ilmvötn, rakspírar, varalitir, naglalökk, augnlitir, hárlitir,= efni til hármótunar og sólvarnarkrem. Þessar vörur hafa þýðingu fyrir vellíðan og heilsu þess sem notar þau og auka sjálfstraust í samskiptum við aðra.

Rannsóknir í Hollandi og Bretlandi hafa sýnt að 10-30 % þeirra sem nota snyrtivörur upplifa neikvæð áhrif við notkun þeirra. Við ofnæmisrannsóknir á þessu fólki kom í ljós að mikill minnihluti þeirra var með ofnæmi fyrir viðkomandi snyrtivörum. Þetta sýnir að oft er um ertingu eða eins konar óþol að ræða þegar fólk fær óþægileg eða neikvæð viðbrögð við notkun snyrtivara.


Smelltu hér til að lesa meira....

No comments:

Post a Comment