Thursday, January 15, 2009

Kalíumböð

Kalium (kalíumpermanganat) böð eru góð meðferð við exemi sérstalega ef það er útbreitt og sýkt af bakteríum eða gersveppum. Þessi meðferð hefur verið notuð í marga áratugi og er notuð víða um heim.

Blanda á um það bil 3 millilítrum 3% kalíum permanganat lausnar í hvern lítra af volgu vatni . Börnin liggja í baðinu um 10-20 mínútur. Varast skal að börnunum verði of kalt. Má nota baðolíu út í vatnið ef húðin er mjög þurr. Þurrka húð og smyrja svo með rakakremi eða kortisón kremi. Þetta má endurtaka 2svar til 3svar í viku . Lausnin litar, þvo þarf að baðkarið strax eftir notkun, einnig er gott að nota handklæði sem má verða blettótt.

Gott er að nota hreinsilöginn Double play® til að ná brúna litnum burtu af baðkarinu.

Til að hindra að neglur litist brúnar er gott að bera á þær vaselín fyrir baðið. Fyrir hendur eða fætur má nota bala eða kar og þá blanda lausnina á sama hátt.


No comments:

Post a Comment