Thursday, January 15, 2009

Rósroði (rosacea)

Rosacea (rósroði) er langvinnur sjúkdómur sem yfirleitt fer fyrst að láta á sér kræla upp úr þrítugu. Sjúkdómurinn lýsir sér með roða, bólum, graftrarbólum æðaslitum og stundum þrota í andliti. Það eru ekki til greinargróðar upplýsingar um algengi sjúkdómsins. Það vill þó þannig til að sænskur kunningi minn, Mats Berg ásamt Sture Lidén prófessor hefur gert þá rannsókna sem oftast er vitnað til að því er varðar nýegngi. Í rannsókn þeira félaga kom í ljós að algengi rósroða í Svíþjóð var 14% hjá konum og 5% hjá körlum. Þrát fyrir að sjúkdómurinn sé algengari hjá konum eru erfiðustu tilvikin oftast hjá körlum. Það er talið að það stafi af því að karlar leiti sér seinna hjálpar en konur og þá er erfiðara að eiga við sjúkdóminn.

Rósroði er algengari hjá þeim sem hafa ljósa húð, frekar en dökka og sjúkdómurinn kemur oftar fram hjá þeim sem strax í æsku roðna auðveldlega. Það er ekki hægt að lækna rósroða en mikið hægt að gera til að hægja á sjúkdómnum og draga úr einkennum. Með tilkomu lasertækninnar er í sumum tilvikum sé hægt að lækna sjúkdóminn varanlega, eða leggja hann í dvala í nokkur ár.

Jón Þrándur Steinsson Húðsjúkdómalæknir hefur skrifað greinargott yfirlit yfir rósroða. Grein Jóns Þrándar má finna hér.

Ekki auðvelt fyrir rósroðasjúklinga að búa á Íslandi segir Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir. Viðtal við Bárð um rósroða birtist nýlega í Vikunni. Vitalið er að finna hér að neðan.

Rósroði er oft þrálátur í köldum löndum. Húðlæknatöðinni hafa borist margar fyrirspurnir um þenna hvimleiðasjúkdóm. Svör við einni slíkri fyrirspurn má finna hér.

No comments:

Post a Comment